Það verður mikil hátíð í Garðabænum í dag þar sem Stjörnustúlkur fá Íslandsbikarinn afhentan eftir lokaleik sinn í Pepsi-deild kvenna sem er á móti Breiðabliki. Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 13.00 en öll lokaumferðin fer á sama tíma.
Stjörnukonur tryggðu sér Íslandsbikarinn með 3-0 sigri á Aftureldingu fyrir 11 dögum síðan og hafa þegar spilað einn leik sem Íslandsmeistarar en liðið vann 7-1 stórsigur á Grindavík í síðustu umferð.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, mun taka við Íslandsbikarnum í leikslok og verður þar fyrsta konan í sex ár, sem heitir ekki Katrín Jónsdóttir, til að lyfta þessum bikar. Stjarnan endaði einmitt fimm ára sigurgöngu Valsliðsins í ár.
Það er tæpt ár síðan að Íslandsbikarinn í karlaflokki var afhentur á Stjörnuvelli eftir leik Stjörnunnar og Blika en þá voru það Blikastrákarnir sem fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Nú er komið að Stjörnukonum að handleika Íslandsbikarinn í fyrsta sinn.
Leikir í Pepsi-deild kvenna í dag:
13.00 Stjörnuvöllur Stjarnan - Breiðablik
13.00 Fylkisvöllur Fylkir - Grindavík
13.00 Vodafonevöllurinn Valur - ÍBV
13.00 Þórsvöllur Þór/KA - KR
13.00 Varmárvöllur Afturelding - Þróttur R.
Stjörnustelpurnar fá Íslandsbikarinn afhentan í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn



Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
