Handbolti

AGK mátti hafa fyrir sigrinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
AG Kaupmannahöfn er enn með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni en mátti hafa fyrir sigri á Kolding á útivelli í dag.

Kolding hafði fjögurra marka forystu í hálfleik en AGK náði að sigla fram í þeim síðari og vinna þriggja marka sigur, 28-25.

Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson voru á meðal markahæstu leikmanna AGK með fjögur mörk hvor. Kasper Hvidt markvörður átti stórleik í seinni hálfleik og lagði sannarlega sitt af mörkum í dag.

Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy sem tapaði fyrir Skanderborg á útivelli, 28-23, eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik.

AGK er á toppi deildarinnar með sex stig en Mors-Thy er í sjöunda sætinu með fjgöur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×