Þjóðverjinn David Storl vann gullverðlaun í kúluvarpi karla á HM í frjálsum í Daegu eftir spennandi keppni við Kanadamanninn Dylan Armstrong. Sigurkast Storl var 21,78 metrar.
Storl kastaði 21,60 metra í sinni annarri tilraun og útlitið gott. Armstrong kastaði hins vegar 21,64 metra í sinni fjórðu tilraun og náðu forystu.
Storl gerði ógilt í í sínu fjórða og fimmta kasti og því allt undir í lokakastinu. Þá gerði Þjóðverjinn sér lítið fyrir og náði lengsta kasti ævi sinnar sem dugði til sigurs.
Í þriðja sæti varð Andrei Mikhnevich frá Hvíta-Rússlandi en hann kastaði 21,40 metra.
Heimsmetið í kúluvarpi uppá 23,12 metrar er í eigu Bandaríkjamannsins Randy Barnes. Metið var sett árið 1990.
Storl tryggði sér gullverðlaun með sínu síðasta kasti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn