Þjóðverjinn David Storl vann gullverðlaun í kúluvarpi karla á HM í frjálsum í Daegu eftir spennandi keppni við Kanadamanninn Dylan Armstrong. Sigurkast Storl var 21,78 metrar.
Storl kastaði 21,60 metra í sinni annarri tilraun og útlitið gott. Armstrong kastaði hins vegar 21,64 metra í sinni fjórðu tilraun og náðu forystu.
Storl gerði ógilt í í sínu fjórða og fimmta kasti og því allt undir í lokakastinu. Þá gerði Þjóðverjinn sér lítið fyrir og náði lengsta kasti ævi sinnar sem dugði til sigurs.
Í þriðja sæti varð Andrei Mikhnevich frá Hvíta-Rússlandi en hann kastaði 21,40 metra.
Heimsmetið í kúluvarpi uppá 23,12 metrar er í eigu Bandaríkjamannsins Randy Barnes. Metið var sett árið 1990.
Storl tryggði sér gullverðlaun með sínu síðasta kasti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


