Tennisstjarnan Rafael Nadal er á fullri ferð í titilvörn sinni á bandaríska meistaramótinu og vann síðast Argentínumanninn örugglega í þriðju umferð. Atvik á blaðamannafundinum eftir leikinn vakti þó nokkurn óhug meðal fjölmiðlafólksins á staðnum.
Rafael Nadal hrundi nefnilega í gólfið á blaðamannafundinum þegar hann sat fyrir spurningum blaðamanna. Það var þó ekki vegna ágengra spurninga heldur vegna krampa-verkja.
Allir blaðamennirnir þurftu að yfirgefa herbergið á meðan það var hugað að Nadal en tíu mínutum síðar birtist Spánverjinn aftur og kláraði fundinn í góðum gír og með bros á vör.
Rafael Nadal mætir næst Gilles Muller frá Lúxemborg í fjórðu umferðinni en Nadal er sigurstranglegastur á mótinu ásamt þeim Roger Federer og Novak Djokovic.
Það má upptöku af atvikinu með því að smella hér fyrir ofan.
Nadal hrundi í gólfið á blaðamannafundi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn