Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti karla í kvöld. Afturelding vann nauman sigur á Víkingum en Framarar lentu ekki í teljandi vandræðum með ÍR.
Fram vann tólf marka sigur, 34-22, í Austurbergi í kvöld. Jóhann K. Reynisson skoraði átta mörk fyrir Fram, Einar Rafn Eiðsson sex og Ingimundur Ingimundarson fimm gegn uppeldisfélagi sínu.
Guðni Kristinsson var markahæstur hjá Breiðhyltingum með sex mörk.
Mosfellingar voru með fjögurra marka forystu gegn Víkingi í hálfleik, 13-9, í kvöld en unnu að lokum eins marks sigur, 24-23.
Einar Héðinsson skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu en hjá Víkingum var Gunnar Valur Arason markahæstur með fimm mörk.
Afturelding vann nauman sigur á Víkingi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti



Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn