Það verða sannkallaðar draumaviðureignir í undanúrslitum í einliðaleik karla á opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun.
Efstu fjórir mennirnir á heimslistanum eru allir komnir í undanúrslit á mótinu en fjórðungsúrslitin kláruðust í kvöld.
Rafael Nadal (2) mætir Skotanum Andy Murray (4) í annarri viðureigninni og þeir Novak Djokovic (1) og Roger Federer (3) í hinni.
Nadal fór í kvöld létt með hinn skrautlega Andy Roddick og vann næsta auðveldlega í þremur settum, 6-2, 6-1 og 6-3.
Fyrr í kvöld hafði Murray betur í jafnri og spennandi viðureign gegn heimamanninum John Isner í fjórum settum, 7-5, 6-4, 3-6 og 7-6.
Murray hafði yfirhöndina í fyrstu tveimur settunum en Isner kom sterkur til baka í því þriðja. Fjórða settið fór á endanum í upphækkun þar sem Murray hafði betur og tryggði sér þar með sigurinn.
Í gær vann Roger Federer öruggan sgiur á Jo-Wilfried Tsonga í þremur settum en Djokovic komst áfram eftir að keppinautur hans í fjórðungsúrslitunum og samlandi, Janko Tipsarevic, þurfti að hætta keppni í fjórða setti vegna meiðsla. Djokovic hafði þá örugga forystu í viðureigninni.
Á morgun fara einnig fram undanúrslit í einliðaleik kvenna. Caroline Wozniacki mætir Serenu Williams í risaslag en í hinni viðureigninni eigast við Angelique Kerber og Samantha Stosur.
Nadal og Murray mætast í undanúrslitum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn