Ísköld og drullug upp fyrir haus 31. ágúst 2011 15:45 myndir/antonía Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér. Skroll-Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér.
Skroll-Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira