Handbolti

Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina.

Robin Andersson skoraði 8 mörk fyrir Guif í sigrinum á Val, Andres Flodman var með 6 mörk og þeir Tobias Aren, Robin Oldberg og Matthias Zachrisson skoruðu allir fjögur mörk. Íslendingurinn í liðinu, Haukur Andrésson, skoraði tvö mörk. Anton Rúnarsson var markahæstur Valsmanna með fimm mörk en Hlynur Morthens varði 15 skot í markinu.

Haukar tryggðu sér annað sætið með sex marka sigri á Val. Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með sex mörk, Sveinn Þorgeirsson  skoraði 5 mörk og Freyr Brynjarsson var með fjögur. Örn Ingi Bjarkason skoraði mest fyrir FH eða sex mörk. Sigurður Örn Arnarson  varði 17 skot í marki FH en Birkir Ívar tók 16 bolta í marki Hauka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×