Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.
Mikið hefur gengið á síðustu daga en í fyrradag var tilkynnt að Stjarnan myndi draga lið sitt úr keppni í N1-deild kvenna í vetur - meðal annars vegna erfiðra rekstrarskilyrða.
„Forsvarsmenn Garðabæjar efast um að önnur sveitarfélög styrki íþróttafélög jafn myndarlega og gert er í Garðabæ. Í Garðabæ hefur einnig verið lagður mikill metnaður í uppbyggingu íþróttamannvirkja til að tryggja góða umgjörð utan um barna‐ og unglingastarf jafnt sem afreksstarf," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Yfirlýsing frá Garðabæ
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
