Fimm voru skotnir í skotárás í sumarbúðum í Noregi fyrir stundu. Ekki er vitað hvort þeir sem skotnir voru séu lífs eða liðnir.
Norska ríkisútvarpið segir að manneskja, sem klædd var sem lögreglumaður, hafi skotið á sumarbúðir barna á eyjunni Utøya.
Um 560 ungdemókratar eru í Utøya núna.
Fjöldi heimildarmanna Sky hefur einnig greint frá árásinni.
Ekki liggur fyrir hvort tengsl séu milli sprengjunnar sem sprengd var í Osló í dag og skotárásarinnar í Utøya.
Fimm skotnir í sumarbúðum í Noregi
Jón Hákon Halldórsson skrifar
