Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á Fylki og sæti í bikaúrslitaleiknum þegar hún skoraði sigurmark Vesturbæjarliðsins á 90. mínútu leiksins í undanúrslitaleik liðanna í Valitor bikar kvenna á Fylkisvellinum í kvöld. Þetta er í tíunda sinn sem KR-konur komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en Fylkir átti möguleika á því að komast þangað í fyrsta sinn.
Staðan var 1-1 í hálfleik. Fylkiskonan Lidija Stojkanovic fékk á sig vítaspyrnu fyrir hendi á 9. mínútu leiksins en bætti fyrir það með því að skora jöfnunarmarkið á 26. mínútu. Ólöf Gerður Ísberg kom KR í 1-0 úr vítinu en mark Lidiju kom eftir hornspyrnu þegar hún fylgdi eftir skalla sínum í slá.
KR-liðið byrjaði vel en Fylkir tók síðan öll völd í leiknum í fyrri hálfleik. KR-liðið var sterkara í seinni hálfleik en það virtist vera að stefna í framlengingu þegar Katrín skoraði þetta mikilvæga mark.
Katrín hetja KR - tryggði liðinu sæti í bikarúrslitaleiknum í blálokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
