Afar óvænt tíðindi urðu í íslenska kvennaboltanum í dag þegar Hólmfríður Magnúsdóttir skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Vals til loka leiktíðarinnar. Hólmfríður kemur til félagsins frá Philadelphia Independence í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún hefur leikið þar síðustu tvö ár.
"Þetta kom mjög brátt upp eða á fimmtudag. Hún fékk sig lausa undan samningi og kom til landsins í gær og skrifaði undir í dag," sagði Friðjón Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.
Hólmfríður var komin á bekkinn hjá Philadelphia og ákvað frekar að koma heim og spila í stað þess að sitja á bekknum úti.
"Hún ætlar sér aftur út og semur því aðeins út leiktíðina við okkur. Það er frábært að fá leikmann eins og Hólmfríði í okkar raðir."
Hólmfríður hefur verið ein besta knattspyrnukona landsins um árabil og mun styrkja lið Vals gríðarlega. Hún er alin upp hjá KR.
Hólmfríður spilar með Val út leiktíðina - hætt hjá Philadelphia
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn






Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
