Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Erla Hlynsdóttir skrifar 25. júlí 2011 10:13 Breivik skipulagði sig ítarlega og sendi bæði stefnuyfirlýsingu og myndband frá sér áður en hann myrti saklausa borgara í Noregi á föstudag Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira