Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig miðjumanninn Melissu Cary. Á heimasíðu ÍBV vonast Eyjamenn eftir því að Cary hjálpi ÍBV í þeim miklu hremmningum sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið.
Félagið hefur misst miðjumanninn Eddu Maríu Birgisdóttur til Stjörnunnar og þá glíma leikmenn liðsins við meiðsli.
Melissa á ættir að rekja til Bandaríkjanna og Ítalíu. Hún hefur meðal annars reynslu úr Meistaradeildinni en hún lék árið 2009 með liði Bardonlina á Ítalíu sem komst í undanúrslit keppninnar.
Melissa er fædd árið 1984 og hefur fengið leikheimild með Eyjakonum.
ÍBV fær miðjumann með reynslu úr Meistaradeildinni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
