Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf 29. júlí 2011 16:48 Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira