Enski boltinn

John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Arne Riise er líklega á leið í enska boltann á nýjan leik
John Arne Riise er líklega á leið í enska boltann á nýjan leik Nordic Photos/AFP
John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag.

Riise sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma hittir fyrir kunnuglegt andlit hjá Lundúnarliðinu. Bróðir hans, Björn Helge Riise, er á mála hjá félaginu.

John Arne sem verður 31 árs í haust er þaulreyndur vinstri bakvörður. Hann hefur spilað 96 landsleiki fyrir Noreg og þekktur fyrir sín þrumuskot. Hann var í Evrópumeistaraliði Liverpool árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×