Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri beið lægri hlut 20-12 gegn Hollendingum á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg. Íslenska liðið leiddi í hálfleik 9-7.
Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins á mótinu en liðið vann báða leiki sína í gær. Í fyrri leik dagsins vannst dramatískur 20-19 sigur á Rússum. Í þeim síðari voru Finnar teknir í kennslustund 28-15.
Úrslitin koma nokkuð á óvart eftir frábæra byrjun íslensku strákanna á mótinu. Hollendingar töpuðu sínum fyrsta leik í gær gegn Belgum 17-12. Íslenska liðið mætir Belgum í lokaleik sínum í riðlinum í fyrramálið klukkan sjö að íslenskum tíma.
U19 landslið Íslands steinlá gegn Hollandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti



Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
