Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn.
Eto'o á að hafa látið í ljós óánægju sína með skiptingu sem átti sér stað hjá liðinu í leiknum. Þá er hann beðinn um að útskýra atvik milli hans og Alex Song samherja síns. Song neitaði þá að taka í útrétta hönd Eto'o á æfingu landsliðsins skömmu fyrir leikinn. Song er kallaður fyrir nefndina af sömu ástæðu.
Vinstri bakvörðurinn Assou-Ekotto hefur verið beðinn um að útskýra fjarveru sína frá umræddum leik. Leikmaðurinn, sem hafði verið boðaður í landsliðshópinn, lét ekki sjá sig og boðið ekki forföll.
Leikmennirnir hafa átta daga til þess að svara aganefndinni. Þeim stendur til boða að útskýra mál sitt sjálfir fyrir aganefnd eða láta fulltrúa sinn gera það.
Samuel Eto'o hafði þetta um málið að segja við sjónvarpsstöð í Kamerún:
„Ef ég ber ábyrgð á agavandamálum innan landsliðsins þá á að refsa mér."
Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn