Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Valitor-bikars kvenna. Pepsi-deildarliðin tíu koma inn í keppnina núna en sex lið þurftu að vinna sér sæti í 16-liða úrslitunum.
Stórleikur umferðarinnar er viðureign Breiðabliks og Vals.
Drátturinn í 16-liða úrslit:
ÍBV - Völsungur
Þór/KA - Fylkir
Stjarnan - Þróttur
Breiðablik - Valur
Selfoss - KR
Sindri - Afturelding
Fjölnir - Grindavík
FH - ÍA
Leikirnir fara fram 18. og 19. júní.

