Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 19:44 Ágúst fer yfir málin í leikhléi í dag. Mynd/Daníel Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember. Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember.
Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira