„Ég er bara ósáttur við þessi úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld.
„Jafnræði var með liðunum þangað til að dómarinn tekur upp á því að senda mína menn í sturtu. Þegar Valur Fannar (Gíslason) fær að líta sitt annað gula spjald þá er leikurinn í raun búinn, sú ákvörðun var röng og hreinlega óskiljanleg".
„Spilamennska minna drengja var alls ekkert alslæm þó svo að menn hafi ekki alltaf verið á tánum, það eru jákvæðir hlutir í gangi hjá mínu liði,“ sagði Ólafur Þórðarson.
