Eldgosið í rénun 24. maí 2011 12:00 Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Mynd/Visir.is Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar. Á hverri sekúndu koma um 100 tonn af gosefnum upp úr gosstöðvunum í Grímsvötnum. Í gærkvöldi voru um þúsund tonn að koma upp og hefur því dregið umtalsvert úr gosefnaframleiðslu. Til samanburðar þá komu um tíu til tuttugu þúsund tonn á sekúndu þegar gosið stóð sem hæst á sunnudaginn. Gosórói hefur hins vegar haldist svipaður. Engir djúpir skjálftar né eldingar hafa mælst við gosstöðvarnar síðan um miðjan dag í gær að sögn Veðurstofunnar. Gosmökkurinn er nú um þrír til fimm kílómetrar að hæð en var átta til tíu á sama tíma í gær. Stíf norðanátt er á svæðinu sem feykir öskunni til suðurs og veldur miklu öskufjúki á svæðinu. Það lægir hins vegar með kvöldinu. Gosið er sprengigos með mikilli gosösku. Ísinn í kring bráðnar og vatn í Grímsvötnum verður til þess að gosefnin tætast og þannig myndast þessi mikla aska. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir litlar líkur á því að gígurinn þorni á meðan á gosinu standi. „Það er nóg vatn í jöklinum og vatnsborðið í Grímsvötnum stýrir vatnsborðinu. Þegar að svona mikið gos er þá hleðst ekkert upp neinn gígur nema á jöklinum umhverfis og þá er nógur aðgangur vatns að gígnum og við höfum heldur engin dæmi um það hafi gerst í Grímsvötnum," segir Magnús Tumi. Hann segir því líklegt að svo lengi sem gos standi í Grímsvötnum verði það öskugos. „Við verðum að vera viðbúin við því og getum ekkert útilokað að það renni hraun en það er ekkert líklegt að það geri það meðan gosið er sæmilega öflugt," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira