Skyttan örvhenta í Íslandsmeistaraliði Vals, Íris Ásta Pétursdóttir, er á leiðinni til Álaborgar þar sem hún verður til reynslu í vikutíma.
"Hún fær tækifæri til að sanna sig og í kjölfarið tökum við ákvörðun um hvort við bjóðum henni samning," sagði þjálfarinn Allan Heine.
Íris Ásta átti fínt tímabil í hinu geysisterka liði Vals.
