Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 14:30 Mynd/Ole Nielsen Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira