„Ég er nokkuð ánægður að hafa haldið markinu hreinu og náð í þetta fyrsta stig,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn við Fylkismenn í kvöld. Fram gerði markalaust jafntefli við Fylki í Árbænum í nokkuð bragðdaufum leik.
„Maður hefði að sjálfsögðu viljað fleiri stig hér í kvöld, en við verðum að sætta okkur við þessi úrslit“.
„Við fengum alveg nokkur færi til að skora sem hefði getað breytt leiknum mikið, en það gekk ekki í kvöld,“ sagði Þorvaldur.
„Það voru jákvæðir hlutir í gangi í okkar leik og menn lögðu sig mikið fram hér í kvöld“.
Þorvaldur: Menn voru að leggja sig fram hér í kvöld
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
