„Þetta er bara fín byrjun hjá okkur á þessari undankeppni og því erum við bara mjög ánægðar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í kvöld.
„Við lögðum upp með að spila boltanum á milli okkar á fáum sendingum en það gekk nokkuð vel. Mér fannst þær vera orðnar þreyttar í síðari hálfleiknum á meðan við gáfum bara í“.
„Munurinn á þessum liðum er líklega sá að í okkar hóp eru 14 atvinnumenn og við náum margar að einbeita okkur 100% af fótboltanum“.
„Við ætlum okkur svo sannarlega að vinna þennan riðil, en næsti leikur er gegn Noregi og þann leik verðum við að vinna“.
