Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár.
Vísir fékk Tryggva til þess að sýna gamla takta í klettunum og hann var meira en til í að spranga aðeins þó svo það sé leikdagur.
Tryggvi hefur ekki sprangað í fjölda ára en óhætt er að segja að hann hafi engu gleymt.
Hægt er að sjá Tryggva spranga í myndbandinu hér að ofan.
Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi
Henry Birgir Gunnarsson í Vestmannaeyjum skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
