Handbolti

Arnór og Snorri komnir í úrslit í danska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór skoraði tvö mörk í dag. Mynd/Ole Nielsen
Arnór skoraði tvö mörk í dag. Mynd/Ole Nielsen
Danska ofurliðið AG Köbenhavn tryggði sér í dag sæti í úrslitarimmu dönsku deildarinnar er það lagði Team Tvis Holstebro af velli, 26-22. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir AGK í dag og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Einn úrslitaleikjanna mun fara fram á knattspyrnuvellinum Parken og er búist við 35 þúsund manns á leikinn. Ekki liggur fyrir hver verður andstæðingur AGK í leiknum en það verður líklega Bjerringbro-Silkeborg.

Það verður í það minnsta ekki Nordsjælland sem tapaði gegn Ingimundi Ingimundarsyni og félögum í AaB, 23-28. Nordsjælland er því úr leik í baráttunni.

Ingimundur skoraði ekki í leiknum en stóð vaktina vel í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×