Ágúst Björgvinsson hefur skrifað undir samning við Valsmenn um að þjálfa kvennalið félagsins og koma töluvert að barna- og unglingastarfi félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.
Ágúst hefur þjálfað hjá Hamar í Hveragerði undanfarin fjögur ár og þar af hefur hann verið bæði karla- og kvennalið Hamars undanfarin tvö tímabil.
Ágúst er uppalin hjá Val og þjálfaði á þrettán ára tímabili nær alla flokka félagsins nema meistaraflokk kvenna. Ágúst tekur við af Yngva Gunnlaugssyni sem kom stelpunum aftur upp í efstu deild í vetur en ætlar nú að einbeita sér að karlaliði félagsins.
Ágúst kominn heim í Val - þjálfar kvennaliðið og yngri flokka
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn