Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur.
„Það sem felldi okkur í þessum leik er að við erum að skjóta skelfilega illa á markið. Lykilleikmenn í liðinu þurfa heldur betur að hysja upp um sig buxurnar og taka þátt í þessu einvígi".
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, varði heil 28 skot frá Framstelpunum í dag og þær virtust ekki eiga neinn svör.
„Við gerðum henni virkilega auðvelt fyrir, en mínir leikmenn eru greinilega bara svona einfaldir".
„Ég aftur á móti fulla trú á þessum stelpum og við eigum eftir að koma til baka," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í dag.
Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn