Heiða Ingólfsdóttir, sem stóð sig frábærlega með ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta, hefur gert þriggja ára samning við Fylki. Heiða leysir þar með af Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem er á leiðinni til Fram.
Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur spilaði með Fylki undanfarin þrjú ár og hefur verið einn af bestu markvörðum deildarinnar. Það var því mikilvægt fyrir Fylki að finna arftaka hennar og þeir fundu hann í Vestmannaeyjum. Heiða lék reyndar með Haukum um tíma en hún kemur frá Eyjum.
„Heiða er með betri markvörðum deildarinnar og á að baki marga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hún fór oft á kostum í marki ÍBV í vetur og gerði andstæðingunum erfitt fyrir, varði m.a. 19 skot í sigurleik á móti Fylki í Eyjum og hátt í 30 skot í naumu tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Heiða er boðin velkomin í öflugan leikmannahóp Fylkis þar sem stefnan er sett á toppbaráttuna á komandi tímabili.," segir í frétt um Heiðu á heimasíðu Fylkismanna.
Fylkismenn búnir að finna arftaka Guðrúnar Óskar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn