Það getur fátt toppað svona leik," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir að lið hans varð Íslandsmeistari í N1-deild kvenna eftir ótrúlegan þriðja leik sem endaði í vítakastkeppni".
„Við unnum fjóra titla af þeim fimm sem í boði voru sem er alveg frábær árangur og ég er mjög stoltur af stelpunum," sagði Stefán.
„Tveir Íslandsmeistaratitlar í röð er magnað afrek, en það er alveg hægt ef maður er með svona gott lið í höndunum".
