Bætt þjónusta - minni útgjöld Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 15. apríl 2011 10:12 Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun