Handbolti

Grótta komin í N1-deild karla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu.
Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu.
Grótta tryggði sér í gærkvöldi sigur í 1. deild karla í handbolta með sigur á ungmennaliði Selfoss á heimavelli, 38-24.

Grótta er með 34 stig í efsta sæti deildarinnar og með þriggja stiga forystu á næsta lið, ÍR, þegar aðeins lokaumferðin er eftir.

Þrjú næstu lið í deildinni ásamt Aftureldingu mætast svo í umspili um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímabili. Afturelding varð í sjöunda sæti N1-deildar karla og þarf því að taka þátt í umspilinu.

Ljóst er að ÍR hafnar í öðru sæti deildarinnar en næstu tvö lið, Stjarnan og ÍBV, eigast þó við í lokaumferðinni og ræðst það þá hvort liðið mætir ÍR í fyrstu umferð umspilsins og hvort mætir Aftureldingu.

Selfoss féll í fyrrakvöld úr N1-deild karla og leikur því í 1. deildinni á næsta ári.

Leikir gærkvöldsins:

ÍR - Stjarnan 32-29

ÍBV - Víkingur 32-22

Grótta - Selfoss U 38-24

FH U - Fjölnir 27-24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×