Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2011 17:21 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir á milli þeirra Sunnu Maríu Einarsdóttur, til vinstri, og Sunnu Jónsdóttur, til hægri. Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5 Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5
Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira