Já er svarið í Icesave Friðrik Indriðason skrifar 7. apríl 2011 09:10 Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun