Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2011 22:32 Mynd / Stefán Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira