Afturkippur í jafnrétti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2011 06:00 Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun