Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 15:15 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða." Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða."
Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira