Fannar: Við getum unnið titilinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 22:36 Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. "Þetta var rosalega ljúfur sigur. Mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessu fólki sem var mætt hingað úr hverju við værum gerðir. Við vildum verðlauna þau fyrir mætinguna með góðum körfubolta," sagði Fannar en frábær mæting var í Ásgarðinn í kvöld og fullt út úr dyrum. "Körfubolti er íþrótt áhlaupa og maður þarf að vera klár þegar lið koma. Bæði lið skiptust á að gera áhlaup í þessum leik. Við áttum áhlaupið sem dugði til sigurs," sagði Fannar sem hefur trú á því að Stjarnan geti sópað Snæfelli, 3-0. "Að sjálfsögðu höfum við trú á því. Við erum búnir að vinna þá tvisvar í röð og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að vinna þá einu sinni í viðbót. "Við erum fullir sjálfstrausts og erum að toppa á réttum tíma. Við toppuðum á kolvitlausum tíma í fyrra. Við erum færir í flesta sjó," sagði Fannar en hvað getur Stjörnuliðið farið langt? "Við getum unnið titilinn. Til þess erum við að þessu. Við ætlum ekki að hætta eftir þennan leik eða þetta einvígi. Við ætlum að klára þetta. Fara og vinna þennan titil," sagði Fannar brattur. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. "Þetta var rosalega ljúfur sigur. Mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessu fólki sem var mætt hingað úr hverju við værum gerðir. Við vildum verðlauna þau fyrir mætinguna með góðum körfubolta," sagði Fannar en frábær mæting var í Ásgarðinn í kvöld og fullt út úr dyrum. "Körfubolti er íþrótt áhlaupa og maður þarf að vera klár þegar lið koma. Bæði lið skiptust á að gera áhlaup í þessum leik. Við áttum áhlaupið sem dugði til sigurs," sagði Fannar sem hefur trú á því að Stjarnan geti sópað Snæfelli, 3-0. "Að sjálfsögðu höfum við trú á því. Við erum búnir að vinna þá tvisvar í röð og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að vinna þá einu sinni í viðbót. "Við erum fullir sjálfstrausts og erum að toppa á réttum tíma. Við toppuðum á kolvitlausum tíma í fyrra. Við erum færir í flesta sjó," sagði Fannar en hvað getur Stjörnuliðið farið langt? "Við getum unnið titilinn. Til þess erum við að þessu. Við ætlum ekki að hætta eftir þennan leik eða þetta einvígi. Við ætlum að klára þetta. Fara og vinna þennan titil," sagði Fannar brattur.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22
Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46