„Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.
Hitti aðdáendurna
Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.

Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim.
Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.
Skipulagt í góðri trú
Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.

Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann.
Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."
Ber virðingu fyrir unglingum
„Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann.
Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann.