Skynsamir menn semja Jakob R. Möller skrifar 11. mars 2011 06:00 Hinn 9. apríl næstkomandi mun atkvæðisbært fólk á Íslandi greiða atkvæði um það hvort lögin um samninga um Icesave við Breta og Hollendinga haldi gildi sínu. Þegar brýn mál bíða ákvörðunar er öðru mikilvægara að rök með og móti séu íhuguð af vandvirkni. Íslendingum er mjög margt betur gefið en að taka vitrænar ákvarðanir eftir skynsamlegar umræður og rökræður hverfa ótrúlega oft í misskilning og tittlingaskít. Undanfarna áratugi hef ég sinnt lögmannsstörfum í Reykjavík fyrir mjög mismunandi viðskiptamenn. Í þeim störfum hef ég m.a. öðlazt þá reynslu að í deilum manna á milli, eða deilum fyrirtækja og stofnana, sé mikilvægt að freista þess að ná sáttum, semja frekar en að fara með mál fyrir dóm. Fornkveðið er: Betri er mögur sátt en feitur dómur. Boðskapurinn er að sjálfsögðu sá að með því að leysa mál með samningum veit hvor aðili um sig hvað hann hreppir og hverju hann sleppir. Jafnframt eru málin þá afgreidd og hægt að taka til við önnur og frjórri verkefni. Sumir Íslendingar á öllum tímum hafa verið miklir málafylgjumenn og haft yndi af því að argast í dómsmálum, hugsanlega sjálfum sér til ánægju en jafnframt öðrum til ama. Að sjálfsögðu er það svo að engum kjósanda fellur að þurfa að „greiða erlendar skuldir óreiðumanna“, þó nú væri. Sú andúð má þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar taki ábyrga afstöðu fyrir sig sjálfa, börn sín og annað ungt fólk. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem sinnir eftirliti með framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hefur nú komizt að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að íslenzka ríkið hafi brotið EES-samninginn með því að bæta ekki erlendum innstæðueigendum í Landsbanka Íslands að minnsta kosti þá lágmarksfjárhæð sem reglur EES kveða á um. Virtir íslenzkir lögfræðingar hafa komizt að annarri niðurstöðu. Skoðanir þeirra hafa þó ekki mikla vigt í samanburði við skoðun ESA. Felli íslenzkir kjósendur lögin um Icesave er nánast víst að ESA muni höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur íslenzka ríkinu fyrir samningsbrot. Í langflestum tilvikum sem ESA hefur höfðað mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur samningsríkjunum hefur dómstóllinn fallizt á kröfur eftirlitsstofnunarinnar. Yrði sú niðurstaðan stæði íslenzka ríkið uppi brotlegt við mikilvægan alþjóðasamning, sem Íslendingar eiga mikið undir. Og það sem verra er, Íslendingar stæðu þá uppi sem óreiðumenn sem ekki greiða skuldir sínar. Bretar og Hollendingar þurfa ekki að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum né annarra ríkja til að heimta kröfur sínar vegna Icesave, raunar ósennilegt að þeir myndu gera það. Þótt fjárhæðirnar séu okkur háar eru þær lágar fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga. Íslendingar mundu gjalda þess á alþjóðavettvangi að vera óskilamenn. Það frost sem hefur verið í framtakssemi Íslendinga undanfarin tvö ár mundi halda áfram, traust okkar í útlöndum sem hefur sennilega farið heldur vaxandi undanfarin misseri mundi hverfa eins og vorsnjór í aprílregni. Við mat á því hvort stefna eigi málum til dóms verður ekki síður að huga að því hvað kunni að tapast en hvað kunni að vinnast. Hætt er við því að Íslendingar yrðu litlu betur settir þótt íslenzka ríkið ynni mál sem höfðað væri fyrir íslenzkum dómstólum, fórnarkostnaðurinn kæmi fram á öðrum vettvangi. Ef íslenzka ríkið tapaði málinu er hætt við að Icesave-samningurinn yrði eins og barnaleikur hjá þeirri fjárhæð sem krafan yrði þá um. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur og efnalega vel settir þurfa í sjálfu sér engu að kvíða (öðru en spotti á erlendum grundum). Ungu fólki sem enn liggur mikið á mun sýnast efnalegar framfarir mjög miklu minni en það nú væntir. Framtíð þess væri stefnt í óvissu. Allt til þess að efla enn smáborgaraskap og fávizku þeirra sem vilja allt til vinna að koma höggi á þá sem veittu umboðið til samninga um lyktir Icesave-deilunnar. Hætt er við að stórmennskukast þeirra sem ævinlega vilja segja: Komdu ef þú þorir, sérstaklega ef þeir eru í tryggu skjóli, gæti reynzt dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hinn 9. apríl næstkomandi mun atkvæðisbært fólk á Íslandi greiða atkvæði um það hvort lögin um samninga um Icesave við Breta og Hollendinga haldi gildi sínu. Þegar brýn mál bíða ákvörðunar er öðru mikilvægara að rök með og móti séu íhuguð af vandvirkni. Íslendingum er mjög margt betur gefið en að taka vitrænar ákvarðanir eftir skynsamlegar umræður og rökræður hverfa ótrúlega oft í misskilning og tittlingaskít. Undanfarna áratugi hef ég sinnt lögmannsstörfum í Reykjavík fyrir mjög mismunandi viðskiptamenn. Í þeim störfum hef ég m.a. öðlazt þá reynslu að í deilum manna á milli, eða deilum fyrirtækja og stofnana, sé mikilvægt að freista þess að ná sáttum, semja frekar en að fara með mál fyrir dóm. Fornkveðið er: Betri er mögur sátt en feitur dómur. Boðskapurinn er að sjálfsögðu sá að með því að leysa mál með samningum veit hvor aðili um sig hvað hann hreppir og hverju hann sleppir. Jafnframt eru málin þá afgreidd og hægt að taka til við önnur og frjórri verkefni. Sumir Íslendingar á öllum tímum hafa verið miklir málafylgjumenn og haft yndi af því að argast í dómsmálum, hugsanlega sjálfum sér til ánægju en jafnframt öðrum til ama. Að sjálfsögðu er það svo að engum kjósanda fellur að þurfa að „greiða erlendar skuldir óreiðumanna“, þó nú væri. Sú andúð má þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar taki ábyrga afstöðu fyrir sig sjálfa, börn sín og annað ungt fólk. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem sinnir eftirliti með framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hefur nú komizt að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að íslenzka ríkið hafi brotið EES-samninginn með því að bæta ekki erlendum innstæðueigendum í Landsbanka Íslands að minnsta kosti þá lágmarksfjárhæð sem reglur EES kveða á um. Virtir íslenzkir lögfræðingar hafa komizt að annarri niðurstöðu. Skoðanir þeirra hafa þó ekki mikla vigt í samanburði við skoðun ESA. Felli íslenzkir kjósendur lögin um Icesave er nánast víst að ESA muni höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur íslenzka ríkinu fyrir samningsbrot. Í langflestum tilvikum sem ESA hefur höfðað mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur samningsríkjunum hefur dómstóllinn fallizt á kröfur eftirlitsstofnunarinnar. Yrði sú niðurstaðan stæði íslenzka ríkið uppi brotlegt við mikilvægan alþjóðasamning, sem Íslendingar eiga mikið undir. Og það sem verra er, Íslendingar stæðu þá uppi sem óreiðumenn sem ekki greiða skuldir sínar. Bretar og Hollendingar þurfa ekki að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum né annarra ríkja til að heimta kröfur sínar vegna Icesave, raunar ósennilegt að þeir myndu gera það. Þótt fjárhæðirnar séu okkur háar eru þær lágar fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga. Íslendingar mundu gjalda þess á alþjóðavettvangi að vera óskilamenn. Það frost sem hefur verið í framtakssemi Íslendinga undanfarin tvö ár mundi halda áfram, traust okkar í útlöndum sem hefur sennilega farið heldur vaxandi undanfarin misseri mundi hverfa eins og vorsnjór í aprílregni. Við mat á því hvort stefna eigi málum til dóms verður ekki síður að huga að því hvað kunni að tapast en hvað kunni að vinnast. Hætt er við því að Íslendingar yrðu litlu betur settir þótt íslenzka ríkið ynni mál sem höfðað væri fyrir íslenzkum dómstólum, fórnarkostnaðurinn kæmi fram á öðrum vettvangi. Ef íslenzka ríkið tapaði málinu er hætt við að Icesave-samningurinn yrði eins og barnaleikur hjá þeirri fjárhæð sem krafan yrði þá um. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur og efnalega vel settir þurfa í sjálfu sér engu að kvíða (öðru en spotti á erlendum grundum). Ungu fólki sem enn liggur mikið á mun sýnast efnalegar framfarir mjög miklu minni en það nú væntir. Framtíð þess væri stefnt í óvissu. Allt til þess að efla enn smáborgaraskap og fávizku þeirra sem vilja allt til vinna að koma höggi á þá sem veittu umboðið til samninga um lyktir Icesave-deilunnar. Hætt er við að stórmennskukast þeirra sem ævinlega vilja segja: Komdu ef þú þorir, sérstaklega ef þeir eru í tryggu skjóli, gæti reynzt dýrkeypt.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun