Handbolti

Framkonur skoruðu 42 mörk á móti Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir.
Stella Sigurðardóttir. Mynd/Vilhelm
Bikarmeistarar Fram unnu 25 marka sigur á Gróttu, 42-17, í Safamýrinni í kvöld í lokaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta. Leiknum var flýtt en aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram um næstu helgi.

Framliðið missti af deildarmeistaratitlinum þegar liðið tapaði á móti toppliði Vals um síðustu helgi.

Yfirburðir Framliðsins voru hinsvegar miklir í kvöld en liðið var komið í 23-5 í hálfleik. Stella Sigurðardóttir skoraði 9 mörk fyrir Fram í kvöld.

Framliðið vann 16 af 18 leikjum tímabilsins en einu töp liðsins voru í tveimur af þremur leikjum þess á móti deildarmeisturum Vals.

Fram-Grótta 42-17 (23-5)Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6, Marthe Sördal 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Pavla Nevarilova    4

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, María Karlsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 1.

Mörk Gróttu: Hildur Marín Andrésdóttir 3, Elísabet Þórunn Guðnadóttir 3, Fríða Jónsdóttir 2, Björg Fenger 2, Helga Þórunn Óttarsdóttir 1, Tinna Laxdal Gautadóttir    1, Steinunni Kristín Jóhannsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1, Alexandra Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Hlöðversdóttir 1, Auður Ólafsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×