

Hvers vegna ég styð Icesave
Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú.
Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave.
Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg.
Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl.
Skoðun

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar