Virðum grundvallarreglur Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2011 09:30 Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar