Sigurður Ragnar: Getum unnið öll lið á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 18:26 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur Íslands á Kína á Algarve Cup-mótinu í dag. Sigurinn þýðir að Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum í lokaleik sínum í B-riðli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með að spila til úrslita á mótinu. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð á miðvikudaginn. Þá, rétt eins og í dag, lenti Ísland undir í leiknum. „Þetta var að mörgu leyti mjög svipaður leikur og á móti Svíþjóð. Við lentum undir en komum til baka og sýndum karakter. Við spiluðum taktískt mjög vel og sýndum frábæra baráttu. Margrét Lára skoraði svo frábært sigurmark og kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en Margrét Lára skoraði bæði mörk Íslands í dag. „En það lá töluvert á okkur líka án þess þó að Kínverjar næðu að skapa sér mörg færi. Við vorum að spila mjög góða vörn. Að vísu fengum við svo þrjú dauðafæri til viðbótar við mörkin sem við hefðum getað nýtt. En ég er samt mjög ánægður með sigurinn og leikinn í heild sinni." Ísland hefur í báðum leikjunum fengið mark á sig frekar snemma en svo haldið andstæðingnum í góðri fjarlægð eftir það. „Við höfum í báðum leikjunum lagt upp með að falla til baka eftir við komumst yfir að falla til baka og æfa okkur í því að halda forystu. Þá þurfa hin liðin að opna sig við fáum þá tækifæri til að sækja hratt á þau. Þegar við erum með svo marga leikmenn á bak við boltann þá er mjög erfitt að skora gegn okkur enda sköpuðu Kínverjar sér fá færi í seinni hálfleik." „Það er engin spurning að við erum með sterkt lið og sýndum í dag að sigurinn á Svíþjóð var engin tilviljun. Við erum með leikmenn sem leggja sig alla fram og eru einfaldlega virkilega góðir í fótbolta." Þetta var í þriðja sinn sem að Ísland mætir Kínverjum en stelpurnar unnu frægan 4-1 sigur á þeim á þessu móti fyrir fjórum árum síðan. Liðin mættust svo aftur árið 2009 en þá vann Kína 2-1 sigur. Sigurður Ragnar sagði að leikmenn vildu hefna fyrir það tap í dag. „Við vildum vinna þær. Okkur fannst við tapa ósanngjarnt fyrir þeim síðast og því mjög sterkt að hafa unnið þennan leik í dag." Sigurður Ragnar segir að þessi góða gengi hafi ekki endilega komið sér á óvart. „Við vitum að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum. Það er þó mjög sterkt að hafa átt tvo svona góða leiki í röð, sérstaklega þar sem að við lentum undir í þeim báðum en náðum að koma til baka og vinna þá. Það sýnir mikinn styrk og að það sé engin uppgjöf í liðinu." „Vonandi höldum við uppteknum hætti en við eigum hörkuleik gegn Dönum á mánudaginn. Við finnum að við erum að verða betri og að nálgast bestu liðin."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15 Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins. 4. mars 2011 18:15
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur. 4. mars 2011 16:49