Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring.
Leikurinn hefur verið settur á klukkan 13.00 á morgun. Fjórir aðrir leikir fara samt fram í dag. Fylkir og Haukar mætast í Fylkishöllinni klukkan 15.00 og klukkan 16.00 fara síðan fram þrír leikir: FH - Valur í Kaplakrika, ÍR - Grótta í Austurbergi og Stjarnan - HK í Mýrinni.
Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn