Bandaríkjamaðurinn Christopher Smith hefur leikið sinn síðasta leik með Njarðvík í Iceland Express-deild karla þar sem félagið hefur sagt upp samningi leikmannsins.
Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu félagsins er um taktíska breytingu að ræða og er vonast til að nýr leikmaður verði kominn í hans stað fyrir næsta leik liðsins á fimmtudaginn næstkomandi.
Víkurfréttir greindi frá málinu í gær og sagði reyndar að Smith hafi verið rekinn frá félaginu vegna agabrots utan vallarins. Smith lék fimmtán leiki með Njarðvík í deildinni og skoraði að meðaltali 20,9 stig í leik.
Njarðvík ætlar að halda hinum tveimur útlendingunum sem eru fyrir hjá liðinu, þeim Jonathan Moore og Nenad Tomasevic.
Smith farinn frá Njarðvík
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



