Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:30 Ólafur Ólafsson. Mynd/Daníel KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira